Description
Umsagnir
Ferlið
1 Pöntun
Þú pantar sæng hjá okkur
2 Framleiðsla
Við göngum í verkið
3 Sending
Við sendum eða ferjum sængina til þín
4 Móttaka
Þú færð sængina
Úr hreiðri til þín
Einstök samvinna fugla og manna
Æðarfuglinn heldur sig á sjónum árið um kring, nema á vorin þegar hann sest upp í varplöndin. Í æðarvörpum hafa bændur og æðarfuglarnir þróað með sér náið samband, báðum til hagsbóta. Þetta aldalanga samlífi er uppspretta einstakrar og séríslenskrar þekkingar um dúnnytjar og má rekja heimildir um verndun æðarvarpa allt aftur til 13. aldar. Á Hrauni hefur verið verndað æðarvarp í meira en 100 ár og vor hvert verpa þar á bilinu 2000 til 3000 æðarfuglar.
Náttúruleg framleiðsla
Við hreinsum dúninn án nokkurra auka- eða íblöndunarefna.
Íslenskt handverk
100% íslensk framleiðsla, þar með talið merking og umbúðir.
Umhirða
Æðarsæng er erfðagull
Ef vel er hugsað um æðardúnssængur geta þær enst í áratugi. Hér má finna ráðleggingar okkar um umhirðu.
Ertu með spurningu?
Finnur þú ekki sængina sem þú ert að leita að? Eða ertu óviss um hversu mikið magn af æðardún hentar þér? Ekki hika við að heyra í okkur! Þú getur sent fyrirspurn með því að fylla út formið hér að neðan.
Herdís & Merete