Umhirða

Umhirða æðardúnssængur

Hvernig á að fara með æðardúnssæng svo hún endist?

Æðardúnssængur geta enst í áratugi ef hugsað er vel um þær. Að jafnaði þurfa þær lítið viðhald. Hér að neðan má finna ráðleggingar okkar um umhirðu svo að sængin endist sem lengst.

 

Notið sængurver
Eins og nafnið gefur til kynna þá ver sængurver sængina gegn óhreinindum og hnjaski. Skiptið reglulega um sængurver, vikulege eða á tveggja vikna fresti. Snúið sænginni inní verinu til þess að dreifa sliti/hnjaski.

 

Daglega
Á morgnana þegar þú vaknar er best að snúa sænginni við til að leyfa henni að kólna og losa sig við raka eftir nóttina.

 

Vikulega eða mánaðarlega
Loftaðu um sængina utandyra í þurru veðri í 15-30 mínútur. Það hjálpar til við að halda æðardúninum loftkenndum og frískar upp á sængina. Til að minna sig á getur verið gott að venja sig á að viðra sængina t.d. þegar skipt er um rúmföt.
Almenn ráð
  • Forðist að geyma sængurnar í rými þar sem mikill raki er, t.d. þar sem þvottur er þurrkaður.
  • Við mælum ekki með að liggja ofan á æðardúnssæng. Það er ekki gott fyrir loftkenndan dúninn.
  • Ef þú ætlar að geyma æðardúnssængina þína í lengri tíma, t.d. í geymslu, þá mælum við með að pakka sænginni lauslega niður í taupoka (helst bómull) svo að sængin geti andað og geyma á þurrum stað.

 

Þrif
Við mælum almennt ekki með að þvo æðardúnssængur. Það er mikilvægt fyrir dúninn að viðhalda náttúrulegu oliunum sem gera hann sveigjanlegan og endingargóðan. En ef þarf að þvo sængina þá mælum við með að fara með hana til fagaðila, fatahreinsun eða efnalaug. Mikilvægt er að þvo sængina í stórri vél á ekki meiri en 40 °C hita með litlu magni af hágæða dúnsápu. Mjög mikilvægt er að þurrka dúninn 100% eftir þvott og þarf til þess stóran þurrkara. Gott et að setja 1-2 tennisbollta í þurrkarann með sænginni til þess að hreyfa dúninn.

 

Við vonum að þessi húsráð stuðli að löngu og farsælu sambandi þíns og bólfélagans.

Skoða Sængur

Ýtið á hnappin að neðan til þess að skoða æðardúnssængurnar.
Endilega heyrið í okkur með spurningar. Hafið samband á netfangið [email protected] eða í síma 835 9600.